Innlent

Eigendur fólksbíla leita í litaða olíu

Starfsmenn umferðareftirlits Vegargerðarinnar að störfum.
Starfsmenn umferðareftirlits Vegargerðarinnar að störfum.

Sævar Ingi Jónsson deilarstjóri umferðareftirlits Vegagerðarinnar segir að meira sé selt af litaðri olíu en fyrir ári. „Sölutölur á útsölustöðum sýna aukningu. Sér í lagi þar sem dælt er allt að 80 lítrum. Það segir okkur að væntanlega er um fólksbíla að ræða sem um leið segir okkur ákveðna sögu."

„Það er ekki merkjanleg aukning í okkar athugunum," segir Sævar Ingi en á ári hverju stöðvaðar umferðareftirlit Vegagerðarinnar 7000 til 8000 bifreiðar. Vegagerðinni er falið tiltekið eftirlit. Þar á meðal eftirlit með kílómetra- og olíugjaldi, stærð og þyngd ökutækja og hvíldartíma bílstjóra.

Jón Ingi segir að ekki séu alltaf tekin olíusýni. Slík sýni eru tekin að meðaltali úr 100 til 200 bifreiðum á hverjum mánuði. Í fyrra reyndust 88 bifreiðar vera með litaða olíu. Árið áður voru þær 76.

Lituð olía er ódýrari en hefðbundin olía. Á vefsíðu Atlantsolíu kemur fram að verð á litaðri diesel olíu er 140,2 krónur líterinn en venjulegri diesel olíu 185,2 krónur.

Hvergi í heiminum en á Íslandi er betra aðgengi að litaðri olíu að mati Sævars Inga. ,,Starfsbræður okkar annars staðar klóra sér í hausnum og skilja ekki hvað menn eru að hugsa hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×