Innlent

Hefur tapað yfir sjö milljörðum á viku

Róbert Wessman keypti hlutabréf í Glitni fyrir 5,7 milljarða síðastliðinn föstudag. Það kom honum í opna skjöldu þegar bankinn var þjóðnýttur á mánudag. Róbert segir aldrei gaman að tapa peningum en mikilvægast sé að horfa fram á veginn og finna lausnir á vandanum.

Róbert átti fyrir tvö komma þrjú prósent hlut í bankanum sem hann keypti fyrir sjö milljarða á genginu tuttugu og einn komma níu í desember á síðasta ári.

Á föstudaginn keypi hann bréf fyrir tæpa 6 milljarða til viðbótar og var samanlögð eign hans því kominn upp í tæp fimm prósent.

Þegar Glitnir var þjóðnýttur á mánudag var tæplega fimm prósent eign Róberts komin niður í þrjá komma fimm milljarða - eign sem hafði verið rúmlega 11 milljarða króna virði við lok markaða á föstudag.

Föstudagskaup hans höfðu rýrnað um rétt ræpa fjóra milljarða.

Róbert sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki missa svefn yfir þessari fjárfestingu - þótt hann viðurkenni að tímasetningin hefði getað verið betri.

Hann segist þó þola áfallið en það sé hins vegar aldrei gaman að tapa peningum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×