Innlent

Skaði í efnahagslífinu hefur áhrif á fíkniefnaneytendur

Þórarinn Tyrfingsson
Þórarinn Tyrfingsson

Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir það vitað mál að skaði í efnahagslífinu hafi áhrif á vímuefnaneyslu fólks. Hann segir það aðallega vera fíkla og yngsta fólkið sem dragi úr neyslunni þar sem sá hópur hefur úr minni peningum að spila. Hann býst því ekki við aukningu inni á Vogi til lengri tíma litið en óttast aukningu annarra geðrænna vandamála.

„Skaðinn er í réttu hlutfalli við magnið sem sett er ofan í fólkið og þegar það minnkar hlýtur skaðinn að verða minni. Við búumst því ekki við aukningu hér til lengri tíma lítið," segir Þórarinn.

Aðspurður um hvort verð á fíkniefnum hafi hækkað í kjölfarið á falli krónunnar segir Þórarinn að von sé á könnun um verð tveggja síðustu mánaða í næstu viku.

Hann segist þó halda að önnur geðræn vandamál muni aukast á næstunni. „Þunglyndi, örvænting, sjálfsvígstilraunir og annað í þeim dúr er alveg ábyggilegt að muni versna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×