Innlent

Ráðherrar ræða um ríkisstjórnarsamstarfið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, viðaskiptaráðherra, verða gestir í þættinum Ísland í dag á eftir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, viðaskiptaráðherra, verða gestir í þættinum Ísland í dag á eftir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, verða gestir í Íslandi í dag strax að loknum fréttum í kvöld.

Þar munu þau ræða um ríkisstjórnarsamstarfið, aðkomu Samfylkingarinnar að atburðum seinustu daga, tillögu Davíðs Oddssonar um þjóðastjórn og stöðuna sem upp er komin í fjármála- og efnahagslífi þjóðarinnar.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens verður einnig í þættinum en hann hyggst boða til mótmála í næstu viku vegna ástandsins. Fyrr í dag spurði hann hvort ekki væri nóg komið. ,,Eða eigum við að láta krónuna og ráðamenn leiða okkur sem lömb til slátrunar?", spyr Bubbi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×