Eggert spyr hvort illskan sé í ættinni 2. október 2008 19:03 Eggert Haukdal á Bergþórshvoli stendur enn einu sinni í harðvítugum nágrannaerjum, að þessu sinni við frænku sína og eiginmann hennar. Þingmaðurinn fyrrverandi spyr hlæjandi hvort það sé í ættinni að vera illmenni.Fyrir aldarfjórðungi vöktu deilur Eggerts og prestsins á Bergþórshvoli þjóðarathygli. Myndir í gluggum nágranna sem eiga að sýna umgengni Eggerts um þessa sögufrægu jörð eru hluti af nýjustu erjunum sem rekja má til þess að fyrir tveimur árum seldi hann bróðurdóttur sinni og manni hennar jörð sína ásamt húsakosti. Samdi Eggert um að hann fengi að búa áfram í íbúðarhúsinu og var ætlunin að þannig eyddi hann ævikvöldinu í sambýli við frænku sína. Fljótlega fór að bera á erfiðleikum í þeirri sambúð. Eiginmaður frænkunnar, Runólfur Maack, segir þau hafa mátt þola stöðugt áreiti af hálfu Eggerts. Þau ákváðu að bregðast við með því að stúka af séríbúð fyrir Eggert í hluta neðri hæðarinnar og létu síðan bera Eggert út úr hinum hluta hússins með dómsúrskurði. Hann segir að eldhúsið hafi verið tekið af sér. Fjórir dómsúrskurðir hafa fallið Eggerti í óhag. Nágrannarnir áttu rétt á taka eldhúsið enda eigendur hússins. Eggert gerir þó athugasemd við að dómar hafi fallið án þess að vettvangskönnun hafi farið fram. Hann hefur breytt svefnherbergi í bráðabirgðaeldhús með lausri eldavélarhellu og leirtauið er í fataskáp.Vaska þarf upp á baðherberginu þar sem rétt drýpur úr krönum. Nágrannarnir segja vatnsleysið ekki þeim að kenna, heldur lélegri vatnsveitu sveitarfélagsins. Runólfur Maack vill reyndar meina að Eggert sé þannig gerður að hann þrífist á illdeilum.Spurður hvort hann kjósi nú ekki helst, eftir langvinn málaferli, að setjast á friðarstól, svarar Eggert að ágætt sé að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann spyr hlæjandi í viðtali við Stöð 2 hvort það sé í ættinni að vera illmenni, en vill ekki meina að slíkt gildi um sig. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Eggert Haukdal á Bergþórshvoli stendur enn einu sinni í harðvítugum nágrannaerjum, að þessu sinni við frænku sína og eiginmann hennar. Þingmaðurinn fyrrverandi spyr hlæjandi hvort það sé í ættinni að vera illmenni.Fyrir aldarfjórðungi vöktu deilur Eggerts og prestsins á Bergþórshvoli þjóðarathygli. Myndir í gluggum nágranna sem eiga að sýna umgengni Eggerts um þessa sögufrægu jörð eru hluti af nýjustu erjunum sem rekja má til þess að fyrir tveimur árum seldi hann bróðurdóttur sinni og manni hennar jörð sína ásamt húsakosti. Samdi Eggert um að hann fengi að búa áfram í íbúðarhúsinu og var ætlunin að þannig eyddi hann ævikvöldinu í sambýli við frænku sína. Fljótlega fór að bera á erfiðleikum í þeirri sambúð. Eiginmaður frænkunnar, Runólfur Maack, segir þau hafa mátt þola stöðugt áreiti af hálfu Eggerts. Þau ákváðu að bregðast við með því að stúka af séríbúð fyrir Eggert í hluta neðri hæðarinnar og létu síðan bera Eggert út úr hinum hluta hússins með dómsúrskurði. Hann segir að eldhúsið hafi verið tekið af sér. Fjórir dómsúrskurðir hafa fallið Eggerti í óhag. Nágrannarnir áttu rétt á taka eldhúsið enda eigendur hússins. Eggert gerir þó athugasemd við að dómar hafi fallið án þess að vettvangskönnun hafi farið fram. Hann hefur breytt svefnherbergi í bráðabirgðaeldhús með lausri eldavélarhellu og leirtauið er í fataskáp.Vaska þarf upp á baðherberginu þar sem rétt drýpur úr krönum. Nágrannarnir segja vatnsleysið ekki þeim að kenna, heldur lélegri vatnsveitu sveitarfélagsins. Runólfur Maack vill reyndar meina að Eggert sé þannig gerður að hann þrífist á illdeilum.Spurður hvort hann kjósi nú ekki helst, eftir langvinn málaferli, að setjast á friðarstól, svarar Eggert að ágætt sé að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann spyr hlæjandi í viðtali við Stöð 2 hvort það sé í ættinni að vera illmenni, en vill ekki meina að slíkt gildi um sig.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira