Innlent

Lagning Danice hafin

Lagning Danice-sæstrengsins hófst á þriðjudag frá landtökustöð í Landeyjum en lagning strengsins hófst frá landtökustöð í Danmörku í byrjun september.

Tvö strenglagningaskip frá bandaríska fyrirtækinu TYCO Telecommunications leggja strenginn eftir því sem segir í tilkynningu frá eignarhaldsfélaginu Farice sem reka mun strenginn. Áætlað er að skipin mætist norðaustur af Færeyjum seinni hluta nóvembermánaðar og verða strenghlutarnir tveir þá tengdir saman.

Samtímis er unnið að uppsetningu búnaðar fyrir landleiðir á Íslandi og í Danmörku og jafnframt stendur yfir stækkun landleiða í Bretlandi fyrir FARICE-1 sæstrenginn. Áætlað er að strengurinn verði tekinn í notkun í janúar 2009 og frá þeim tíma verða því tvær jafngildar leiðir fyrir öll fjarskipti Íslendinga til annarra landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×