Innlent

Aflaverðmæti dregst saman um fjórðung fyrstu tvo mánuði ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 11,7 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2008 samanborið við 15,6 milljarða á sama tímabili 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Aflaverðmætið hefur því dregist saman um nærri fjóra milljarða eða fjórðung milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks á fyrstu tveimur mánuðum ársins dróst saman um rúm ellefu prósent miðað við sama tíma í fyrra og þar munaði mestu um minni þorskafla. Þá dróst verðmæti uppsjávarafla saman um 60 prósent milli ára og munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam rúmum 900 milljónum fyrstu tvo mánuði ársins samanborið við rúma 3,5 milljarða á sama tíma árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×