Innlent

Spara þúsundir lítra af eldsneyti með hjólreiðum

Á vef Orkuseturs, www.orkusetur.is/hjolareiknir, er reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu mikið er hægt að spara af eldsneyti og útblæstri ef bifreiðin er skilin eftir heima.
Á vef Orkuseturs, www.orkusetur.is/hjolareiknir, er reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu mikið er hægt að spara af eldsneyti og útblæstri ef bifreiðin er skilin eftir heima.

Hjólagarpar víða um land sem taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna hafa þegar lagt að baki samanlagt 174 þúsund kílómetra samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ.

Orkusetur áætlar að miðað við eyðslu meðalbifreiðar megi því ætla að hámarksparnaður geti numið rúmlega 19 þúsund lítrum af eldsneyti og 34 tonnum af útblæstri koltvíssýrings. Í tilkynningu frá Orkusetri segir að út frá þessu megi segja að hjólreiðamenn landsins leggi sitt af mörkum við að minnka viðskiptahalla þjóðarinnar með eldsneytissparnaði og dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Þá segir Orkusetur að áætla megi að um 5,5 milljónir kaloría hafi þurft til að skila hjólreiðamönnum alla þessa leið. „Birgðastaða líkamsfitu á landinu er hinsvegar býsna góð og hefur farið vaxandi undanfarin ár þannig að nóg er af slíku eldsneyti til brennslu," segir í tilkynningu Orkuseturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×