Innlent

Segir umræðu um embætti Ríkislögreglustjóra villandi

Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. MYND/E.Ól

Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að opinber umræða um málið á Alþingi í gær hafi verið villandi.

Þá sagði Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að hann teldi að leggja ætti niður embætti Ríkislögreglustjóra í núverandi mynd en menn hefðu misst embættið langt umfram það sem til hefði verið stofnað. Fólk vildi fremur grenndarlöggæslu og benti Lúðvík á að Danir væru að hverfa frá hugmyndinni um miðlæga löggæslu.

Í tilkynningu Ríkislögreglustjóraembættisins segir að ríkislögreglustjórar á Norðurlöndum fari í vaxandi mæli með stjórn aðgerða þegar um stærri sakamál sé að ræða, ekki síst á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi. Í nágrannaríkjum Íslendinga sé almennt litið svo á að hnattvæðing og samruni á vettvangi Evrópusambandsins kalli á sífellt markvissari viðbrögð lögregluyfirvalda og alþjóðlega samvinnu.

„Vegna ummæla, sem féllu á Alþingi í gær um embætti ríkislögreglustjóra skal einnig minnt á skýrslu dómsmálaráðherra til Alþingis árið 2002 og stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra árið 2006,“ segir einnig í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×