Sakar frjálslynda á Akranesi um ómengaða útlendingaandúð 16. maí 2008 13:02 MYND/Anton Brink Iðnaðarráðherra sakar Frjálslynda flokkinn á Akranesi um ómengaða útlendingaandúð, frekju og mannfyrirlitningu vegna andstöðu þeirra við móttöku flóttamanna frá Palestínu. Hann telur stöðu flokksins hafa veikst og Magnús Þór Hafsteinsson fyrirgert möguleika á að taka við forystu flokksins. Magnús Þór segist aldrei hafa fundið slíkan meðbyr sem nú. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er stóryrtur í garð frjálslyndra á Akranesi í bloggfærslu frá því í gærkvöldi. Orðstír og heiður Sjálfstæðisflokksins á landsvísu hefði verið í veði ef bæjarfulltrúar hans hefðu beygt sig undir þá ómenguðu útlendingaandúð sem birtist í viðhorfum Frjálslynda flokksins á Skaganum. Össur telur að málið eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Það muni hafa áhrif á stöðu varaformannsins Magnúsar Þórs sem hafi misreiknað dæmið herfilega og glutrað niður sterkri stöðu frjálslyndra á Skaganum með dæmalausum hætti. Flumbruleg framganga hans hafi fordjarfað möguleika hans á að taka við sem formaður í fyllingu tímans. Aldrei upplifað þvílíkan meðbyr Magnús Þór bregst skjótt við, engu minna stóryrtur, og skrifar á bloggi sínu undir fyrirsögninni Bilaður vindhani við Vesturgötu. Hann segir stöðumat Össurar kolrangt. Sjálfur segist Magnús aldrei hafa upplifað þvílíkan meðbyr með sínum málstað. Fólk stoppi hann ítrekað á götu til að taka í hönd hans, menn og konur komi í röðum og klappi honum á bakið, síminn stoppi ekki og tölvupóstar berist. Það færi honum næga vissu fyrir því að hann hafi gert skyldu sína sem stjórnmálamaður sem starfi fyrir almenning í þessu landi. Hans pólitíski radar segi sér að flestir Skagamenn séu á öndverðum meiði við bæjarstjórnarfulltrúana sem séu að taka gerræðislega ákvörðun um móttöku á stórum hópi flóttafólks frá Írak. Fjórtán af átján þeirra sem voru á lista Frjálslyndra á Akranesi sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þeir lýsa fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson og greinargerð hans um móttöku flóttafólks. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Iðnaðarráðherra sakar Frjálslynda flokkinn á Akranesi um ómengaða útlendingaandúð, frekju og mannfyrirlitningu vegna andstöðu þeirra við móttöku flóttamanna frá Palestínu. Hann telur stöðu flokksins hafa veikst og Magnús Þór Hafsteinsson fyrirgert möguleika á að taka við forystu flokksins. Magnús Þór segist aldrei hafa fundið slíkan meðbyr sem nú. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er stóryrtur í garð frjálslyndra á Akranesi í bloggfærslu frá því í gærkvöldi. Orðstír og heiður Sjálfstæðisflokksins á landsvísu hefði verið í veði ef bæjarfulltrúar hans hefðu beygt sig undir þá ómenguðu útlendingaandúð sem birtist í viðhorfum Frjálslynda flokksins á Skaganum. Össur telur að málið eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Það muni hafa áhrif á stöðu varaformannsins Magnúsar Þórs sem hafi misreiknað dæmið herfilega og glutrað niður sterkri stöðu frjálslyndra á Skaganum með dæmalausum hætti. Flumbruleg framganga hans hafi fordjarfað möguleika hans á að taka við sem formaður í fyllingu tímans. Aldrei upplifað þvílíkan meðbyr Magnús Þór bregst skjótt við, engu minna stóryrtur, og skrifar á bloggi sínu undir fyrirsögninni Bilaður vindhani við Vesturgötu. Hann segir stöðumat Össurar kolrangt. Sjálfur segist Magnús aldrei hafa upplifað þvílíkan meðbyr með sínum málstað. Fólk stoppi hann ítrekað á götu til að taka í hönd hans, menn og konur komi í röðum og klappi honum á bakið, síminn stoppi ekki og tölvupóstar berist. Það færi honum næga vissu fyrir því að hann hafi gert skyldu sína sem stjórnmálamaður sem starfi fyrir almenning í þessu landi. Hans pólitíski radar segi sér að flestir Skagamenn séu á öndverðum meiði við bæjarstjórnarfulltrúana sem séu að taka gerræðislega ákvörðun um móttöku á stórum hópi flóttafólks frá Írak. Fjórtán af átján þeirra sem voru á lista Frjálslyndra á Akranesi sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þeir lýsa fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson og greinargerð hans um móttöku flóttafólks.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira