Erlent

Danskir hermenn björguðu sjóræningjum

Danskir hermenn björguðu sjóræningjum úr sjávarháska í gær. Mennirnir voru handteknir og skip þeirra eyðilagt með mikilli vélbyssuskothríð.

Vegna tíðra sjórána undan strönd Sómalíu er flotadeild Atlantshafsbandalagsins á svæðinu til að tryggja örugga ferð skipa. Þar á meðal er danska herskipið Absalon.

Þegar neyðarkall barst frá sjóræningjahóp á Adenflóa milli Sómalíu og Jemen bar dönsku hermönnunum að hjálpa þeim samkvæmt alþjóðalögum. Skip sjóræningjanna hafði laskast og kastafðist til í miklum sjó.

Sjóræningjarnir voru handteknir og hald lagt fjölmörg vopn sem fundust um borð.

Ekki var hægt að draga skipið í land vegna verðust og því þá eytt með þessum hætti til að tryggja öryggi annara sjófarenda á svæðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×