Innlent

Gekk fram á innbrotsþjóf í íbúðinni

Íbúi í fjölbýlishúsi í austurborginni, sem fór á stjá í nótt, gekk fram á ókunnugan mann í íbúðinni, sem var að leita að verðmætum.

Báðum var jafnbrugðið og lagði innbrotsþjófurinn á flótta en íbúinn kallaði á lögreglu. Eftir nokkra leit í nágrenninu fann hún þjófinn og gistir hann nú fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×