Innlent

Ramses kominn á gistiheimili í Róm

Keníamaðurinn Paul Ramses sem sendur var úr landi til Ítalíu í fyrradag hefur nú verið fluttur á gistiheimili fyrir flóttamenn í borginni Róm.

Að sögn Athieno Othiembo eiginkonu hans sem stödd er hér á landi verður hann þar næstu þrjár vikur og á hann að mæta til lögreglu eftir helgi.

Hann vonast til að mál sitt verði tekið fyrir næstu daga. Ekki er enn vitað hvort eiginkonu hans og nýfæddum syni, Fídel Smára, verði gert að fara frá Íslandi en hún er með dvalarleyfi í Svíþjóð og er því ólögleg í landinu.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×