Erlent

Fyrrum Bond-stúlka fannst myrt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Roger Moore og Tanya Roberts, sem er ekki hin myrta, í hlutverkum sínum í A View to a Kill.
Roger Moore og Tanya Roberts, sem er ekki hin myrta, í hlutverkum sínum í A View to a Kill.

Fyrrum Bond-stúlka úr kvikmyndinni A View to a Kill fannst myrt á heimili sínu í Norður-Dublin á Írlandi og er talið að hún hafi komið innbrotsþjófi að óvörum.

Um er að ræða hina 46 ára gömlu Celine Cawley sem lék aukahlutverk á móti Roger Moore í kvikmyndinni sem er frá 1985. Það var eiginmaður Cawley sem kom að henni meðvitundarlausri á heimili þeirra og var hún úrskurðuð látin við komu á sjúkrahús klukkustundu síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×