Erlent

Ættu að geta hlaupið 100 metrana á innan við 9,5

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Yahoo

Manneskja ætti að geta hlaupið hundrað metra á skemmri tíma en níu og hálfri sekúndu og slegið þannig núverandi ólympíumet sem er 9,69 sekúndur, segja vísindamenn íþróttanna.

Þeir segja hunda og hesta hins vegar þegar hafa náð sínum hámarkshraða í hlaupum. Kenningin er sú að mannfólkið ætti að geta hlaupið hundrað metra vegalengd á svo skömmum tíma sem 9,48 sekúndum. Ekki hefur þó tekist að skýra það út hvaða erfðaþættir stjórna frammistöðu hlaupara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×