Erlent

Forseti S-Afríku fundar með Mugabe

Mugabe er einnig leiðtogi Zanu stjórnmálaflokksins sem missti meirihluta á þingi í þingkosningunum.
Mugabe er einnig leiðtogi Zanu stjórnmálaflokksins sem missti meirihluta á þingi í þingkosningunum. MYND/AFP

Tabó Mbeki, forseti Suður-Afríku, fundar í dag með Robert Mugabe, forseta Simbabve, um stjórnmálaástandið í heimalandi hans að loknum þing- og forsetakosningum fyrir hálfum mánuði. Úrslit í forsetakosningunum hafa enn ekki verið birt.

Mugabe og Morgan Tsvangi-rai, forvígismaður stjórnarandstöðunnar, takast á um embættið. Leiðtogar ríkja í suðurhluta álfunnar koma saman í Lúsaka í Sambíu í dag til að ræða stöðuna í Simbabve þar sem ásakanir um ofbeldi og kúgun ganga á víxl.

Margir óttast að uppúr sjóði takist ekki að sætta deilendur. Mugabe ætlar ekki að mæta þess fundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×