Erlent

Fundu lík þriggja kornabarna í frysti

Lögregla við húsið þar sem líkin fundust.
Lögregla við húsið þar sem líkin fundust. MYND/RTL

Þýsk kona hefur verið handtekin eftir að lögregla fann lík þriggja kornabarna í frysti á heimili í bænum Wenden-Möllmicke, austur af Köln, í gær. Frá þessu greindu saksóknarar í Þýskalandi í dag.

Rannsókn er þegar hafin á dauða barnanna en þau fundust í frysti í kjallara hússins eftir ábendingar íbúa í bænum. Lögregla hefur ekki tjáð sig frekar um málið en hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag.

Þetta er ekki fyrstu fregnirnar af illa leiknum börnum í Þýskalandi á síðustu misserum því nýverið var kona dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða átta börn sín og grafa sum þeirra í blómapottum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×