Innlent

Gert ráð fyrir að yfirvinnubannið taki gildi

Els B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Els B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. MYNDE.Ól

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir félagið ekki gera ráð fyrir öðru en að boðað yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga sem vinna hjá ríkinu taki gildi þann 10. júlí. Samninganefnd félagsins átti í morgun fund með samninganefnd ríkisins og þar sem hann skilaði ekki neinum árangri stendur félagið við hótun sína um yfirvinnubann sem samþykkt var í atkvæðagreiðslu á dögunum.

Aðspurð segir Elsa að enn beri mikið í milli. Ríkið hefur boðið hjúkrunarfræðingum sams konar samning og gerður var við BSRB á dögunum en Elsa segir að slíkur samningur feli í sér kjaraskerðingu að mati hjúkrunarfræðinga.

„Atkvæðagreiðslan sýndi að fólk sættir sig ekki við það sem ríkið hefur boðið til þessa og er tilbúið að fara í yfirvinnubann," segir Elsa. Hún hefur þegar afhent formanni samninganefndar ríkisins og ríkissáttasemjara tilkynningu um yfirvinnubannið eins og lög gera ráð fyrir.

Boðaður hefur verið fundur í deilunni á mánudag „en við hjá félaginu gerum ekki ráð fyrir öðru en að þetta talki gildi. Við lýsum jafnfram allri ábyrgð á stöðunni á hendur stjórnvöldum," segir Elsa enn fremur.

Yfirvinnubannið nær til allra ríkisrekinna heilbrigðisstofana á landinu, bæði stóru spítalanna og heilsugæslustöðva.












Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×