Innlent

Borga 2,6 prósent af heildarkostnaði ráðherrabíla

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Bílstjórar og ráðherrarbílar fyrir  utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu.
Bílstjórar og ráðherrarbílar fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu.

Ráðherrar greiða 2,6 prósent af heildarkostnaði við rekstur ráðherrabifreiða. Ráðherrar greiða skatt af bifreiðahlunnindum sínum og er samanlagur kostnaður þeirra rúmar 2,2 milljónir á ári. Á árunum 1998 til 2003 var meðalkostnaður á ári við rekstur bílanna 82,3 milljónir.

Hver og einn ráðherra greiðir í grunninn 178.750 krónur á ári fyrir einkaafnot af ráðherrabíl sínum. Samanlagt greiða núverandi ráðherrar 2,2 milljónir á ári. Að auki greiða þeir fyrir ekna kílómetra til og frá heimilum sínum.

Í svari forsætisráðherra til Jóhönnu Sigurðardóttir 2. febrúar 2004 varðandi kostnað ríkisins við rekstur ráðherrabifreiða á árunum 1998 til 2003 kom fram að heildarkostnaðurinn var rúmlega 494 milljónir. Meðalkostnaður á tímabilinu var 82,3 milljónir.

Skattur ráðherra af bifreiðahlunnindum og um leið hlutur þeirra nemur 2,6 prósent af heildarútgjöldum ríkisins við rekstur ráðherrabifreiða.

Leiða má að því líkur að hlutfallið sé jafnvel enn minna. Undanfarin ár hafa nýjar bifreiðar verið keyptar og þá hefur rekstrarkostnaður og ekki síst eldsneytisverð hækkað.








Tengdar fréttir

Í lagi að nota ráðherrabíla í eigin þágu

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ráðherrum sé heimilt að nota ráðherrabifreiðar í einkaerindum. ,,Það er alveg ljóst að ráðherrum er heimilt að nota bifreiðar í einkaþágu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×