Innlent

Í lagi að nota ráðherrabíla í eigin þágu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Bifreiðar ráðherra fyrir utan Stjórnarráðið.
Bifreiðar ráðherra fyrir utan Stjórnarráðið.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ráðherrum sé heimilt að nota ráðherrabifreiðar í einkaerindum. ,,Það er alveg ljóst að ráðherrum er heimilt að nota bifreiðar í einkaþágu," segir Skúli og bætir við að það sé hreinlega gert ráð fyrir einkanotkun í reglugerð um bifreiðir ríkisins.

Í Danmörku er Bendt Bendtsen, efnahags- og atvinnumálaráðherra og formaður Íhaldsflokksins, sakaður um að hafa notað ráðherrabíl sinn og bílstjóra í einkaerindum síðustu sex árin. Slík notkun er brot á dönskum reglum um notkun ráðherrabíla.

Skúli segir reglur um ráðherrabíla vera mismunandi eftir löndum. Í reglugerð um ríkisbifreiðir hér á landi segir að ráðherrar geti notað bifreiðar í þágu embættis síns og ,,takmarkaða einkanota svo sem aksturs á milli vinnustaðar og heimilis og annarra einstakra ferða."

,,Reglurnar eru skýrar og kerfið hefur gengið vel undanfarin ár," segir Skúli.

Hvert ráðuneyti stendur straum af kostnað við viðkomandi bifreið og launakostnað bílstjóra. Í svari forsætisráðherra til Jóhönnu Sigurðardóttir árið 2004 kom fram að kostnaður ríkissins við rekstur 12 ráðherrabifreiða var að meðaltali 80 til 90 milljónir á árunum 1998-2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×