Innlent

Engin lausn í sjónmáli í deilu flugumferðarstjóra og Flugstoða

Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

Engin lausn virðist vera í sjónmáli í deilu flugumferðarstjóra og Flugstoða. Búist er við miklum röskunum á áætlunarflugi þegar verkfallsaðgerðir hefjast á föstudaginn.

Flugumferðarstjórar hafa boðað 20 vinnustöðvarnir fyrir hádegi fjórar klukkustundir í senn dagana 27. júní til 20 júlí. Á meðan á verkfallsaðgerðum stendur verða aðeins heimiluð tvö flugtök á klukkustund frá Keflavík og allt flug til landsins stöðvað.

Flugumferðarstjórar krefjast launahækkunar upp á 26 prósent. Næsti samningafundur verður á morgun en náist ekki samningar þá hefst verkfall á föstudaginn.

Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í morgun ekki vera vongóður um að hægt verði að leysa deiluna áður en boðað verkfall hefst.

Í hádegisviðtali á Stöð tvö í gær sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, ljóst að verkfallið muni hafa veruleg áhrif á starfsemi félagsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á okkar rekstur og er eiginlega stillt upp, mundi ég segja, gegn okkar áætlunarkerfi," sagði Baldur

Í yfirlýsingu sem Ferðamálasamtök Íslands sendu frá sér í gær eru aðgerðir flugumferðarstjóra gagnrýndar harðlega. Þar kemur fram að aðgerðirnar munu hafa bein áhrif á afkomu þúsundir manna og það sé sorglegt að fámenn stétt hálaunafólks skuli ógna rekstraraðilum á Íslandi á þennan hátt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×