Innlent

Bilun í gervihnetti Basel að kenna

SB skrifar
Á hápunkti leiksins datt gervihnötturinn út og milljónir áhorfenda horfðu á auðan skjá.
Á hápunkti leiksins datt gervihnötturinn út og milljónir áhorfenda horfðu á auðan skjá.

"Nei, þetta var ekkert stress. Maður er ýmsu vanur," sagði Pétur Guðmundsson útsendingarstjóri hjá Rúv nokkrum mínútum eftir að leik Þýskalands og Tyrklands lauk með sigri Þjóðverja. Á hápunkti leiksins datt gervihnötturinn út og milljónir áhorfenda horfðu á auðan skjá.

"Þetta var bilun út í Basel í Sviss og náði út um um alla Evrópu," segir Pétur. "Maður sá á myndum frá Brandenborgarhliðinu að þetta var alveg eins og hjá okkur."

Lýsendur leiksins lentu í stökustu vandræðum þegar merkið datt út en Þorsteinn Joð og félagar í betri stofunni beittu spásagnargáfunni þegar engin var myndin. Þorsteinn Joð sagði stemninguna líkasta kosningasjónvarpi þegar nýjustu tölur eru við það að detta inn og þegar Tyrkland jafnaði vitnaði hann í Evróvisjón keppnina.

"Tyrkland. Tólf stig."

Það voru þó Þjóðverjar sem fóru með öll stigin heim og miða í úrslitaleikinn á EM. Eftir sátu sveittir sjónvarpsmenn sem þurftu að beita öllum sínum leiklistarhæfileikum til að spinna í beinni.

En tæknimennirnir sátu svellkaldir á meðan - og höfðu trúlega gaman af.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×