Innlent

Baráttan gegn Þjórsárvirkjunum ekki töpuð

Baráttan gegn Þjórsárvirkjunum er ekki töpuð, segir Sigþrúður Jónsdóttir, íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún segir fleiri landeigendur íhuga málaferli gegn Landsvirkjun eftir að hreppsnefndin ákvað einróma í fyrrakvöld að setja tvær af þremur fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá inn á aðalskipulag.

Landsvirkjun undirbýr þrjár nýjar virkjanir í Þjórsá, Urriðafoss-, Holta- og Hvammsvirkjun. Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti einróma í fyrrakvöld að setja Hvamms- og Holtavirkjun inn á aðalskipulag með þeim rökum að þetta væru þeir virkjanakostir sem hefðu hvað minnst umhverfisáhrif á Íslandi.

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fagnaði ákvörðun hreppsnefndar í gær og kvaðst vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári.

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur og íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem hefur tekið þátt í starfi samtakanna Sól á Suðurlandi, fagnar ekki. Sigþrúður kveðst ekki sjá hvaða hagsmuni hreppurinn hafi af því að virkjanirnar verði reistar enda komi engar beinar tekjur inn í sveitarfélagið vegna þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×