Innlent

Fjölga þarf meginferðamannastöðum á landinu

Við Gullfoss.
Við Gullfoss.

Efla þarf Ferðamálastofu sem opna og greiðfæra gátt fyrir aðkomu ríkisins að ferðaþjónustu og fjölga þarf meginferðamannastöðum á landinu.

Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu nefndar sem iðnaðarráðherra fól að fjalla um skipulag og fjármögnun ferðaþjónustu. Nefndin hefur skilað tillögum sínum og voru þær kynntar á síðasta fundi ferðamálaráðs sem fagnaði þeim og hvatti til þess að tillögunum yrði hrint í framkvæmd sem fyrst.

Á vef iðnaðarráðuneytisins, sem fer með ferðamál, segir frá skýrslunni. Þar kemur fram að nefndin telji einnig að auka þurfi samstarf stofnana sem koma að ferðamálum. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur einnig fram að ferðaþjónustan líði fyrir núverandi fyrirkomulag í fjárfestingu hins opinbera í ferðaþjónustu sem einkennist af „skammtímahugsun og sveiflukenndum fjárfestingum".














Fleiri fréttir

Sjá meira


×