Innlent

Miltisbrandsaðgerðum frestað til morguns

SB skrifar
Tæknimenn slökkviliðsins smeygja sér úr búningum á vettvangi.
Tæknimenn slökkviliðsins smeygja sér úr búningum á vettvangi. Mynd/Arnþór

Lögreglan og slökkviliðið hefur frestað aðgerðum á lóðinni þar sem dýrabein fundust í Garðabænum til morguns. Grunur lék á um að miltisbrandur kynni að leynast í beinunum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir litla hættu á ferðum.

"Það er búið að taka sýni úr þessu og það verður skoðað í fyrramálið. Við teljum enga stórkostlega hættu af þessu; svæðið er lokað af með borða en það er engin vakt á staðnum og búið að tala við fólk um að fara ekki inn fyrir svæðið."

Sævar Árnason, sem býr við hliðina á húsgrunninum þar sem dýrabeinin fundust, gagnrýndi aðgerðir slökkviliðs og lögreglu á Vísi fyrr í kvöld.

"Það er ekkert búið að tala við okkur en sem betur fer stendur vindáttin frá okkur. Við förum ekkert en mér finnst undarlegt að manni hafi ekki verið ráðlagt að loka gluggum eða slíkt."

Hann sagði jafnframt að dýrabeinin hefðu fundist á túni þar sem ekki hafi verið leyfilegt að byggja í áratugi. Áður fyrr hafi bændabýli verið á túninu og það hafi verið vitað að dýrum var slátrað á býlinu og grafin í túninu.






Tengdar fréttir

Miltisbrandur í Garðabæ - íbúar með lokaða glugga

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan rannsakar nú dýrabein sem fundust í húsgrunni í Garðabæ. Grunur leikur á miltisbrandssmiti. Íbúi undrast samskiptaleysi af hálfu lögreglunnar. Hann hefur gluggana lokaða til vonar og vara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×