Innlent

Kallar eftir umbótum í landbúnaðar- og neytendamálum

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er formaður viðskiptanefndar Alþingis.
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er formaður viðskiptanefndar Alþingis.

Ríkisstjórnin verður að stíga ákveðnari skref í landbúnaðar- og neytendamálum, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar og formanns viðskiptanefndar.

,,Ríkisstjórnin var kynnt sem frjálslynd umbótastjórn og hún gerir það ekki nema taka ákveðin skref í landbúnaðar- og neytendamálum. Þannig að ég vil fara að sjá miklu stærri skref í þessum efnum en nú hefur verið gert með hagsmuni neytenda og bænda að leiðarljósi," segir Ágúst Ólafur.

Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segir að unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda.

,,Kerfi sem býður upp á eitt hæsta matvælaverð í heimi á sama tíma og hér er við lýði eitt mesta styrkjakerfi sem til þekkist og bændastétt sem býr við bág kjör er kerfi sem ber að varpa fyrir róða," segir Ágúst Ólafur.

Ágúst Ólafur fagnar gangi mála í Doha-viðræðu og hann segir að almannahagsmunir þurfi að ríkja og sérhagsmunir að víkja. ,,Hagsmunir þriðja heimsins og hagsmunir neytenda eiga að vera í forgrunni en ekki sérhagsmunir einstakra stétta. Vestræn landbúnaðarkerfi eru mjög lokuð kerfi sem þjóna ekki hagsmunum þeim hópa sem ég vil setja í forgrunn."






Tengdar fréttir

Tollar á erlendum landbúnaðarvörum lækka hugsanlega

Innflutningur á erlendum landbúnaðarvörum eykst og tollar lækka ef skrifað verður undir samninga í Doha viðræðunum í Genf í Sviss. Þetta ætti að skila sér í lægra verði á kjöt- og mjólkurvörum hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×