Innlent

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í gjörgæslu

Lánshæfiseinkunn íbúðalánasjóðs og allra stóru viðskiptabankanna lækkaði í dag og lánshæfiseinkunn ríkissjóðs sem er nú í gjörgæslu hjá erlendum matsfyrirtækjum. Þau segja ástæðuna vera ríkisvæðingu Glitnis. Viðskiptaráðherra rekur lækkunina til ákvarðana fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Matsfyrirtækin Fitch Ratings, Standard & Poors og R og I Rating hafa öll lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs en þessar einkunnir segja til um horfur varðandi viðkomandi lántakanda.

Ef notuð er grunnskólaeinkunnargjöf mætti segja að ríkið hefði verið með einkunnina gott en fær nú sæmilegt á einkunnaspjaldið.

Ástæðuna má rekja til kaupa ríkisins á Glitni og tekið fram að ef ástandið á íslenskum fjármálamarkaði fari versnandi og útheimti frekari ríkisstuðning stefni í óefni.

Fyrir helgi töldu flestir að staða Glitnis væri góð og þau tíðindi að bankinn stæði frammi fyrir gjaldþroti kom flestum á óvart.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×