Innlent

Stjórnmálafræðingur ósammála niðurskurði í sendiráðum

Ísland starfrækir 31 sendiskrifstofu í 23 löndum, meðal annars í Mósambík og Sri Lanka. Ýmsir hafa gagnrýnt þann kostnað sem fylgir þessari starfsemi og bent á skera þurfi niður.

Stjórnmálafræðingur er ósammála því að fækka eigi sendiráðum á tímum þar sem orðspor landsins hefur beðið hnekki.

Meðal þeirra landa sem utanríkisþjónustan starfrækir sendiskrifstofur eru Malaví, Mósambík, Namibía, Sri Lanka og Úganda.Margir hafa bent á þann gríðarlega kostnað sem hlýst af sendiskrifstofum utanríkisþjónustunnar.

Í árferðinu í dag eigi að huga að því hvernig skera megi þann kostnað niður. Í fjárlögum fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að Sendiráð og fastanefndir munu kosta ríkið um 2 og hálfan milljarð. Sú upphæð er áreiðanlega orðin hærri nú vegna gengishruns krónunnar á undanförnum vikum.

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur er ósammála því að fækka eigi sendiráðum á tímum þar sem orðspor landsins hefur beðið hnekki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×