Innlent

Slapp frá eldhafi eftir gassprengingu

Verkamaður slapp lítið meiddur eftir að verða fyrir eldhafi þega gaskútur sprakk fyrir utan lögreglustöðina á Akureyri síðdegis í gær.

Hann vann að malbikunarframkvæmdum á staðnum og var að kveikja á gastækjum í sambandi við það, þegar sprenging varð í gaskút.

Lögreglumenn komu manninum til hjálpar og fluttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×