Innlent

5700 atvinnulausir á öðrum ársfjórðungi

Atvinnuleysi á Íslandi mældist 3,1 prósent á öðrum ársfjórðungi 2008 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það þýðir að 5700 hafi verið án vinnu að meðaltali en það er aðeins minna atvinnuleysi en 2007 þegar 5800 voru atvinnulausir að meðaltali. Mest var atvinnuleysið á meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára eða 10,8 prósent.

Atvinnuleysi var meira hjá körlum en konum eða 3,2 prósent hjá körlum á meðan það var 2,9 prósent á konum. 36,9 prósent atvinnulausra voru ekki búnir að vera að leita að vinnu lengur en í mánuð og 29,6 prósent höfðu þegar fundið vinnu sem hefðist síðar. 5,8 prósent eða 300 manns höfðu verið að leita vinnu 6 mánuði eða lengur.

Alls var fjöldi starfandi fólks á vinnumarkaði 181.500 og var fjölgunin 2400 síðan í fyrra. Atvinnuþáttaka karla var 89,2 prósent en 78,4 prósent hjá konum. Meðal vinnutími á viku var 42,7 klukkustundir á öðrum ársfjórðungi en þegar aðeins voru teknir þeir sem voru í fullu starfi var meðalvinnuvikan 47 klukkustundir á viku.

Annar ársfjórðungur 2008 var tímabilið 31.mars til 29. júní. Úrtakið var 3921 manns á aldrinum 16-74 sem valdir voru handahófskennt úr þjóðskrá. Endanleg svörun var 79,7 prósent.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×