Innlent

35 milljóna króna tjón orðið að 115 milljóna króna bótakröfu

Úrskurðarnefnd í viðlagatryggingamálum hefur úrskurðað að Viðlagatrygging skuli bæta Orkuveitu Reykjavíkur alfarið tjón það sem varð á dælustöðinni í Kaldárholti í Rangárvallasýslu.

Átta ár hefur tekið að fá á bótaskyldu Viðlagatryggingar viðurkennda og með niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er Viðlagatryggingu gert að greiða Orkuveitunni um 60 milljónir króna í vexti og dráttarvexti.

Auk þess gerir Orkuveitan kröfu um að fá greiddan kostnað sinn af rekstri þessa sérkennilega máls, alls liðlega 115 milljónir króna. Það er mat Jakobs Sigurðar Friðrikssonar, framkvæmdastjóra framleiðslu og sölu hjá Orkuveitunni, að ýmislegt megi af þessu sérkennilega máli læra þar sem tilkostnaður Viðlagatryggingar vegna málarekstursins er trúlega meiri en upphaflega tjónið.

Þetta kemur fram á vef Orkuveitunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×