Sport

Áfall fyrir Kínverja - Liu Xiang ver ekki titilinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þjálfari Liu Xiang grætur.
Þjálfari Liu Xiang grætur.

Ljóst er að Kínverjinn Liu Xiang ver ekki titil sinn í 110 metra grindarhlaupi karla á Ólympíuleikunum. Hann meiddist í upphitun fyrir undanrásirnar.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Kínverja en Xiang var helsta von þeirra um gull í frjálsíþróttakeppninni. Þjálfari Xiang grét á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti að hann yrði ekki með í keppninni.

Þá felldi kínverskur fréttamaður tár þegar hann sagði frá þessu í beinni útsendingu á Ólympíustöð landsins enda Xiang þjóðhetja í Kína. Hjá mörgum Kínverjum átti 110 metra grindarhlaupið að vera hápunktur Ólympíuleikanna.

Xiang er 25 ára en brotthvarf hans þýðir að Dayron Robles frá Kúbu á sigurinn nánast vísan í greininni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×