Lífið

Til hjálpar vinum

Leikarinn vinsæli er hundeltur af ljósmyndurum hvert sem hann fer.
Leikarinn vinsæli er hundeltur af ljósmyndurum hvert sem hann fer.

Leikarinn Matthew McConaughey hefur komið tveimur brimbrettavinum sínum í Kaliforníu til hjálpar. Þeir hafa verið sakaðir um að ráðast á hóp papparassa sem reyndu að smella myndum af McConaughey.

Mennirnir eiga yfir höfði sér dóm fyrir athæfi sitt en atvikið átti sér stað á Malibu-ströndinni í júní síðastliðnum. Kapparnir fleygðu einum ljósmyndaranum í sjóinn og annar papparassinn segir þá hafa ráðist á sig og fleygt myndavél sinni í sjóinn.

McConaughey segist skilja hegðun félaga sinna en viðurkennir að honum sé alveg sama þótt papparassarnir myndi hann. „Þetta var samfélagslegt mál og þeim fannst þeir vera að spilla friðnum á svæðinu," sagði hann um félaga sína.

„Þegar ég er á brimbrettinu reyni ég að hugsa ekki um ljósmyndarana. Þeir eru bara að reyna að ná mynd. Ef þeir myndu koma út í vatnið væri þetta allt annað mál."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.