Erlent

Risaþota brotnaði í tvennt

Boeing 747-risaþota brotnaði í tvennt þegar hún rann út af flugbraut í flugtaki frá Savantem-flugvellinum í Brussel í Belgíu í dag. Flugvélin var í vöruflutningum og í eigu bandarísks flugfélags. Fjórir af fimm í áhöfn slösuðust lítillega í óhappinu.

Slökkviliðsmenn voru þegar sendir á vettvang en talið var að eldur gæti kviknað í flugvélinni og var slökkvifroðu sprautað á vængi hennar. Flugstjórinn segist hafa heyrt mikinn hávaða í vélinni rétt áður en óhappið varð. Á þessari stundu er ekki vitað hvað olli því. Vélin var á leið til Barein við Persaflóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×