Innlent

Áfangasigur - segir lögfræðingur systursona Fischer

SB skrifar
Lögfræðingur systursona Fischer segir niðurstöðu Hæstaréttar áfangasigur.
Lögfræðingur systursona Fischer segir niðurstöðu Hæstaréttar áfangasigur.
"Það má segja að þetta sé áfangasigur," segir Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður systursona Bobby Fischer. Hæstiréttur ómerkti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað kröfum systursonanna um að dánarbúið yrði tekið til opinberra skipta.

"Nú fer í raun fram málflutningur í Héraðsdómi um hvort opinberu skipti skuli fara fram. Þetta er einn áfangi á langri leið," segir Guðjón Ólafur.

Erfðamál Fischer er í flóknari kantinum. Auk systursona Fischers gerir hin japanski Myoko Watai kröfu í búið en hún segist vera eiginkona Fischers. Til að flækja málið enn frekar dúkkaði upp kona á Filipseyjum sem sagðist vera móðir barns Fischer. Ef það reynist rétt á barnið auðvitað að erfa föður sinn.

Erfðamálið teygir því anga sína til fjölda landa en systursynirnir eru bandarískir.

"Faðir þeirra var í einhverju sambandi við Fischer og reyndi að hjálpa til við að bjarga honum frá Japan á sínum tíma. Ég veit samt ekki í hve miklu sambandi systursynirnir voru við Fischer," segir Guðjón Ólafur.

Og væntanlega verður hasar í Héraðsdómi þegar málflutningurinn fer fram og eiginkonur þurfa að sannreyna hjúskap sinn, börn að sanna faðerni sitt og ættingjar að reyna á rétt sinn. Enda eftir miklu að slægjast - þó Fischer hafi ekki lifað í ríkidæmi hér á landi skildi hann eftir sig bústnar bankabækur sem fjöldi manns hefur auga á.






Tengdar fréttir

Ómerkir úrskurð héraðsdóms um dánarbú Fischers

Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfum systursona Bobbys Fischer, fyrrverandi skákmeistara, um að dánarbú hans yrði tekið til opinberra skipta. Er málinu vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×