Þriggjatindaáskorunin steinlá hjá doktor Vigni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. júní 2008 11:44 Myndin er tekin nærri tindi Ben Nevis. MYND/Guðmundur Vignir Helgason Vignir Helgason og 12 manna föruneyti hans luku hinni svokölluðu þriggjatindaáskorun á 23 klukkustundum og 55 mínútum um helgina og söfnuðust alls um 20.000 pund til styrktar krabbameinsrannsóknum. Áskorunin gengur út á að klífa tinda hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum. Vignir er doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi og var þrekvirkið unnið með það fyrir augum að safna fé til styrktar starfseminni þar. Söfnunarsíða Vignis, www.justgiving.com/gvignir, verður þó opin áfram til 21. ágúst og verður hægt að gefa fé gegnum síðuna þangað til. Ferðasaga VignisÁ tindi Ben Nevis.MYND/Guðmundur Vignir Helgason„Eftir að hafa farið vandlega yfir ferðaplanið var ákveðið að breyta því lítils háttar. Í stað þess að leggja af stað frá Glasgow kl. 9 árdegis og eiga hættu á að lenda í mikilli bílaumferð á heimleiðinni var ákveðið að leggja af stað frá Glasgow um 12:00. Við vorum 13 talsins sem stefndum í gönguna og þ.m.t. Matt Sinclair, aðalhvatamaðurinn að söfnuninni, og prófessor Tessa Holyoke, yfirmaður Paul O´Gorman-stofnunarinnar.Við vorum komin við rætur Ben Nevis um 15:30, reimuðum á okkur skóna, stilltum klukkurnar og kl. 16:00 byrjuðum við gönguna í mjög góðu veðri. Ben Nevis-gangan gekk stórslysalaust fyrir sig og allir kláruðu gönguna á undir fimm tímum. Um 21:00 var lagt af stað til Lake District í Englandi þar sem Scafell Pike beið okkar. Í myrkri og úrhellisrigningu byrjuðum við að ganga á Scafell um kl. 3:00. Þrátt fyrir vætu og smá þreytu í hópnum gekk allt vel og vorum við komin aftur upp í rútu fjórum tímum seinna.Rétt rúmlega 7:00 lögðum við af stað til Wales en í morgunfréttum útvarpsins voru sagðar fréttir af stormviðvörun í Wales. Við höfðum samband við „fjallamálaráðherra" Wales sem ráðlagði okkur að sleppa síðasta fjallinu og komast frekar óhult til baka til Skotlands. Þetta voru vondar fréttir sem fóru illa í þreyttan en kappsfullan hópinn. Ég sagði Matt fyrirliða að ég væri með „meistaragráðu í íslensku roki" og gæti leiðbeint hópnum um hvernig ætti að bera sig að við svoleiðis aðstæður. Blöðrur og fótakrampiUndirbúningur göngunnar var miskunnarlaus og gaf doktorinn ekki millimetra eftir.MYND/Björgvin HilmarssonÍ framhaldinu var tekin ákvörðun um að halda til Wales, hundsa orð fjallamálaráðherrans og etja kappi við Snowdon þrátt fyrir stormviðvörunina. Kl. 12:00 að hádegi sunnudags byrjuðum við gönguna á Snowdon. Þetta reyndist nokkuð erfið ganga. Veðrið reyndist samt ekki vera mikið meira en íslenskt hávaðarok. Talsverð þreyta var þó farin að segja til sín og sumir farnir að glíma við hælsæri, blöðrur og fótakrampa. Upp á tind komust þó allir á um tveimur og hálfri klukkustund og því ein og hálf klukkustund til ráðstöfunar til að komast niður fjallið og enda gönguna.Við léttfættari gengum rösklega og vorum komin niður um 15:30 og biðum átekta eftir þeim sem á eftir komu. Við lófaklapp og stuðning hljóp svo 115 kg ruðningsleikmaðurinn Cris, með hælsæri á báðum og krampa í öðru læri, síðustu 200 metrana. Tíminn sýndi 15:55 þegar hann komst niður á jafnsléttu og því var markmiði hópsins náð. Þriggja-fjalla göngunni var lokið á 23 klst og 55 mín! Vel gert." Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Vignir Helgason og 12 manna föruneyti hans luku hinni svokölluðu þriggjatindaáskorun á 23 klukkustundum og 55 mínútum um helgina og söfnuðust alls um 20.000 pund til styrktar krabbameinsrannsóknum. Áskorunin gengur út á að klífa tinda hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum. Vignir er doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi og var þrekvirkið unnið með það fyrir augum að safna fé til styrktar starfseminni þar. Söfnunarsíða Vignis, www.justgiving.com/gvignir, verður þó opin áfram til 21. ágúst og verður hægt að gefa fé gegnum síðuna þangað til. Ferðasaga VignisÁ tindi Ben Nevis.MYND/Guðmundur Vignir Helgason„Eftir að hafa farið vandlega yfir ferðaplanið var ákveðið að breyta því lítils háttar. Í stað þess að leggja af stað frá Glasgow kl. 9 árdegis og eiga hættu á að lenda í mikilli bílaumferð á heimleiðinni var ákveðið að leggja af stað frá Glasgow um 12:00. Við vorum 13 talsins sem stefndum í gönguna og þ.m.t. Matt Sinclair, aðalhvatamaðurinn að söfnuninni, og prófessor Tessa Holyoke, yfirmaður Paul O´Gorman-stofnunarinnar.Við vorum komin við rætur Ben Nevis um 15:30, reimuðum á okkur skóna, stilltum klukkurnar og kl. 16:00 byrjuðum við gönguna í mjög góðu veðri. Ben Nevis-gangan gekk stórslysalaust fyrir sig og allir kláruðu gönguna á undir fimm tímum. Um 21:00 var lagt af stað til Lake District í Englandi þar sem Scafell Pike beið okkar. Í myrkri og úrhellisrigningu byrjuðum við að ganga á Scafell um kl. 3:00. Þrátt fyrir vætu og smá þreytu í hópnum gekk allt vel og vorum við komin aftur upp í rútu fjórum tímum seinna.Rétt rúmlega 7:00 lögðum við af stað til Wales en í morgunfréttum útvarpsins voru sagðar fréttir af stormviðvörun í Wales. Við höfðum samband við „fjallamálaráðherra" Wales sem ráðlagði okkur að sleppa síðasta fjallinu og komast frekar óhult til baka til Skotlands. Þetta voru vondar fréttir sem fóru illa í þreyttan en kappsfullan hópinn. Ég sagði Matt fyrirliða að ég væri með „meistaragráðu í íslensku roki" og gæti leiðbeint hópnum um hvernig ætti að bera sig að við svoleiðis aðstæður. Blöðrur og fótakrampiUndirbúningur göngunnar var miskunnarlaus og gaf doktorinn ekki millimetra eftir.MYND/Björgvin HilmarssonÍ framhaldinu var tekin ákvörðun um að halda til Wales, hundsa orð fjallamálaráðherrans og etja kappi við Snowdon þrátt fyrir stormviðvörunina. Kl. 12:00 að hádegi sunnudags byrjuðum við gönguna á Snowdon. Þetta reyndist nokkuð erfið ganga. Veðrið reyndist samt ekki vera mikið meira en íslenskt hávaðarok. Talsverð þreyta var þó farin að segja til sín og sumir farnir að glíma við hælsæri, blöðrur og fótakrampa. Upp á tind komust þó allir á um tveimur og hálfri klukkustund og því ein og hálf klukkustund til ráðstöfunar til að komast niður fjallið og enda gönguna.Við léttfættari gengum rösklega og vorum komin niður um 15:30 og biðum átekta eftir þeim sem á eftir komu. Við lófaklapp og stuðning hljóp svo 115 kg ruðningsleikmaðurinn Cris, með hælsæri á báðum og krampa í öðru læri, síðustu 200 metrana. Tíminn sýndi 15:55 þegar hann komst niður á jafnsléttu og því var markmiði hópsins náð. Þriggja-fjalla göngunni var lokið á 23 klst og 55 mín! Vel gert."
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira