Innlent

Olíuverð áfram hátt segja spár

Bíleigendum, sem brá illa við í gær þegar bensínlítrinn fór yfir 170 krónur og dísillítirnn í tæpar 180, geta ekki einu sinni sætt sig við að hámarkinu sé náð.

Bæði Morgan Stanley og Goldman Sachs spá að olíuverði haldist áfram hátt og sá fyrrnefndi spáir að það geti farið í 150 dollara innan mánaðar. Það rauk upp í 138 dollara á föstudag, eftir miklar hækkanir tvo daga í röð, en lækkaði svo aðeins í gær.

Spákaupmennska virðist ráða miklu um verðið því sérfræðignar telja að miðað við raunverulegt framboð og eftirsplurn ætti verðið ekki að vera mikið hmærra en 110 dollarar á tunnuna.-Frá því á sama tíma í fyrra hefur bensínlítrinn hér á landi hækkað úr 124 krónum í 170, eða um 46 krónur, sem er 37 prósenta hækkun og dísillítrinn úr 123 krónum í 180, eða um 57 krónur, sem er 52 prósenta hækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×