Lífið

Mel B vill endurnýja hjúskaparheitin

Mel B og eiginmaður hennar Stephen Belafonte.
Mel B og eiginmaður hennar Stephen Belafonte.

Kryddpían Melanie Brown og upptökustjórinn Stephen Belafonte ætla að endurnýja hjúskaparheitin í Egyptalandi og slá upp tilheyrandi veisluhöldum þar sem engu verður til sparað.

Hjónin gengu hljóðlega í heilagt hjónaband 6. júní árið 2007 í Las Vegas eftir tveggja ára samband.

Mel ásamt barnsföður sínum Eddie Murphey þegar allt lék í lyndi.

Melanie er þrátt fyrir það ennþá hoppandi ill út í barnsföður sinn, leikarann Eddie Murphy, sem neitar alfarið að taka þátt í uppeldi dóttur þeirra Angel Iris.

Lögfræðingar Eddie Murphy hafa ekki enn boðið Mel B neitt og hún er reið út í leikarann af þeim sökum: "Ef hann vill ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum þá hefði hann átt að halda rennilásnum lokuðum," segir Mel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.