Innlent

Björn um Ramsesmálið

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bloggar um atburði gærdagsins fyrir utan ráðuneyti sitt. Þar söfnuðust 80-100 manns saman og mótmæltu brottflutningi Keníamannsins Paul Ramses. Björn segir sérkennilegt hve langt Eiríkur Bergmann Einarsson, fræðimaður við Háskólann á Bifröst, gangi langt í viðleitni sinni við að tala niður Dyflinarsamninginn, sem gerður er undir merkjum Schengen-samstarfsins.

Það var með vísan í þann samning sem Paul Ramses var vísað úr landi en sú ákvörðun hefur verið nokkuð umdeild í samfélaginu. Björn segir að sú kenning Eiríks um að túlka beri ákvæði samningsins með vísan til undanþáguákvæðis í honum standist að sjálfsögðu ekki.

„Samingurinn er gerður í því skyni að auðvelda meðferð mála hælisleitenda með þeirri meginreglu, að um mál þeirra skuli fjallað í Schengen-landinu, þar sem þeir eru skráðir inn á Schengen-svæðið.

Þetta er einföld og skýr regla og við framkvæmd samningsins hafa öll aðildarríki hans lagt höfuðáherslu á þetta atriði. Grikkir hafa kveinkað sér undan skyldu móttökuríkis undanfarið vegna þess, að um land þeirra fara nú rúmlega 100.000 hælisleitendur á ári," skrifar Björn á heimasíðu sína.

Hann segir íslensk stjórnvöld hafa framkvæmt Dyflinarsamninginn á sama hátt og önnur aðildarríki hans.

„Ég sé ekki, að Eiríkur Bergmann færi nokkur málefnarök fyrir því, að íslensk stjórnvöld skuli upp á sitt einsdæmi breyta framkvæmd þessa samnings."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×