Fótbolti

Þrettán útispilarar til taks hjá Tyrkjum á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emre verður ekki með á morgun.
Emre verður ekki með á morgun.

Þýskaland og Tyrkland mætast í undanúrslitum Evrópumótsins á morgun. Aðeins þrettán útispilarar í tyrkneska hópnum eru til í slaginn fyrir leikinn.

Markvörðurinn Volkan Demirel verður í leikbanni og þá er fyrirliðinn Emre ekki búinn að jafna sig á meiðslum. Þjálfari Tyrklands hefur jafnvel íhugað að nota þriðja markvörðinn sem útileikmann hluta af leiknum.

Sex leikmenn voru fjarri góðu gamni gegn Króatíu í átta liða úrslitum og þrír bættust í þann neikvæða hóp í þeim leik. Tuncay Sanli, Arda Turan og Emre Asik fengu gul spjöld og verða í banni gegn Þýskalandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×