Lífið

Hver kenndi Óla Stef að kasta bolta?

Óli Stef með Bíbí ömmu sinni.
Óli Stef með Bíbí ömmu sinni.

Ólafur Stefánsson handboltamaður og heimspekingur hélt fjölskyldu- og kveðjuhóf heima hjá ömmu sinni Jakobínu Finnabogadóttur í dag. Heldur Óli til Spánar í fyrramálið til að spila með liði sínu Ciudad Real. Var bæði silfurmedalían og fálkaorðan til sýnis og fengu spenntir fjölskyldumeðlimir að prófa silfurgripinn.

Amma Ólafs, sem gengur venjulega undir gælunafninu Bíbi,var að vonum ánægð með barnabarn sitt en Óli dvaldi löngum stundum í barnæsku sinni hjá ömmu sinni og stjúpafa Þóri Kr. Þórðasyni heitnum. Átti sú dvöl stóran þátt í að kveikja á þeim heimspekiáhuga sem Óli hefur orðið kunnur fyrir.

Voru eldri fjölskyldumeðlimir ekki á eitt sáttir hver hefði kennt Ólafi að kasta bolta, allir vildu eiga heiðurinn af því afreki. Það var hins vegar mál manna að Óli hefði ungur byrjað að sprikla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.