Lífið

Íslendingar vekja lukku í S-Kóreu - myndir

Ólafur Darri Ólafsson, Nina Dew Filippusdóttir og Ólafur Egill Egilsson.
Ólafur Darri Ólafsson, Nina Dew Filippusdóttir og Ólafur Egill Egilsson.

Listahópurinn Vesturport sýndi tvær sýningar í S-Kóreu í maí síðastliðnum, þá nýkominn heim frá Mexíkó þar sem hann sýndi verkið Kommúnan. Einnig flutti hópurinn verkið Hamskiptin í Seoul, LG Arts Center og svo Woyzeck í Ujieongbu, sem er aðeins fyrir utan Seoul.

Leikverkin voru flutt á ensku og stuðst var við textavélar fyrir Kóreumenn sem ekki skilja tungumálið. Sýningunum var mjög vel tekið og voru Íslendingarnir algerar stjörnur á meðan sýningunum stóð.

Biðraðir mynduðust fyrir eiginhandaráritanir og myndatökur og mikið var um spurningar þegar hópurinn sat fyrir svörum eftir sýningarnar sem sýndi mikinn áhuga heimamanna á uppfærslum hópsins.

„Okkur leið rosalega vel þarna og held ég geti talað við hönd hópsins um að við myndum öll vilja snúa þangað aftur á nýjan leik," segir Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports.

Ólafur Egill Egilsson og Björn Hlynur Haraldsson gefa sér tíma til að veita eiginhandaráritanir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.