Innlent

Dæmdur fyrir fjárdrátt úr dánarbúi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér og nýtt í eigin þágu tvö hundruð þúsund krónur úr dánarbúi.

Samkvæmt ákæru hafði maðurinn fengið fjárhæðina greidda inn á reikning sinn í því skyni að ganga frá vali á legsteini og greiðslu á honum. Ákærði pantaði umræddan legstein en gekk ekki frá greiðslu hans þannig að eignir dánarbúsins skertust til tjóns fyrir samerfingja mannsins.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hafði fimm sinnum áður hlotið refsidóma. Tekið var tillit til skýrrar játningar mannsins og þess hversu mjög rannsókn málsins dróst hjá lögreglu en það kom upp árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×