Innlent

Ábyrgðarsjóður launa greiði út 860 milljónir á næsta ári

MYND/Hari

Áætlað er að Ábyrgðarsjóður launa greiði um 860 milljónir króna á næsta ári sem er um 300 milljónum króna meira en í áætlun þessa árs. Frá þessu greinir í nýju fjárlagafrumvarpi.

Ábyrgðarsjóður launa greiðir þeim laun sem unnið hafa hjá fyrirtæki sem orðið hefur gjaldþrota og getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þá gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir að atvinnuleysistryggingasjóður greiði yfir 6,8 milljarða á næsta ári sem er aukning um rúmar 800 milljónir frá fjálögum þessa árs. Þá er reiknað með að fólki á vinnumarkaði fækki á milli áranna 2008 og 2009.

Enn fremur munu rúmir ellefu milljarðar króna renna úr fæðingarorlofssjóði á næsta ári miðað við 8,8 milljarða á þessu ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×