Vilhjálmur og Ólafur veiðikóngar borgarstjórnar Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. september 2008 14:45 Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Elliðaárdalnum í sumar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, og Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, eru þeir borgarfulltrúar sem fóru oftast í veiði í Elliðaárnar í sumar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir fóru þeir þrisvar sinnum. Vísir sendi í byrjun vikunnar öllum borgarfulltrúum í Reykjavík fyrirspurn þar sem spurt var hversu oft Orkuveitan hefði boðið viðkomandi í veiði í sumar og hversu oft viðkomandi hefði þegið boðið. Ellefu borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurninni en fjórir svöruðu ekki tölvupóstinum þrátt fyrir ítrekun. Í þeim hópi voru Hanna Birna Kristjándóttir borgarstjóri, Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, Gísli Marteinn Baldursson, varaforseti borgarstjórnar, og Kjartan Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Sitjandi borgarstjóri opnar Elliðaárnar árlega í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur. Þá er einnig hefð fyrir því að öllum borgarfulltrúum standi til boða að veiða í ánni í boði Orkuveitunnar en þeir fá þó misjafnlega mörg boð. Einnig er sitjandi borgarstjóra og forverum hans á stóli borgarstjóra boðið að veiða í ánni á sérstökum borgarstjóradegi. Ólíkur fjöldi boða til borgarfullrúa skýrist af því hvort þeir sitji einnig í borgarráði og stjórn Orkuveitunnar, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingarfulltrúa fyrirtækisins. Átta daga í sumar bauð Orkuveitan borgarfulltrúum, fyrrum borgarstjórum, fulltrúum eigenda, stjórnendum fyrirtækisins og viðskiptavinum í veiði í Elliðaárnar. Boðsgestum Orkuveitunnar stendur oftar en ekki til boða leiðsögn reyndra veiðimanna og ósjaldan er boðið upp á veitingar í tengslum við veiðina. Samkvæmt Eiríki er gestum oftar boðið upp á veitingar í veiðihúsi Stangveiðifélags Reykjavíkur en húsnæði Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Eftirfarandi borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurn Vísis: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem fyrrverandi borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Ólafur F. Magnússon. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Dagur B. Eggertsson. Fór í einn og hálfan dag sem fyrrverandi borgarstjóri og vegna setu í borgarráði. Sigrún Elsa Smáradóttir. Fór tvisvar í hálfan dag sem borgarfulltrúi og vegna setu í stjórn OR. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fór í hálfan dag sem borgarfulltrúi. Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Frímannsdóttir, Oddný Sturludóttir, Svandís Svavarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson þáðu ekki boð Orkuveitunnar um veiði í Elliðaánum. Júlíus, Svandís og Þorleifur tóku að auki fram að þau hefðu aldrei þegið boð um veiði í ánni. Ólafur tekur fram að vegna starfa sinna sem borgarstjóri hafi honum í sumar verið boðið oftar en undanfarin ár að veiða í Elliðaám. Hann óskaði eftir að koma því á framfæri að hann hafi ekki þegið boð Orkuveitunnar síðastliðin tvö ár. Ólafur segir að ekki sé um nein óeðlileg hagsmunatengsl að ræða þar sem Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Hefði svo verið hefði hann ekki þegið umrædd boð. Þvert á móti segist Ólafur hafa barist gegn sjálftöku og spillingu innan borgarinnar. - Eftir að fréttin birtist hafði ritari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur samband við Vísi og sagði að Hanna Birna hefur aldrei þegið boð um veiði í Elliðaám. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, og Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, eru þeir borgarfulltrúar sem fóru oftast í veiði í Elliðaárnar í sumar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir fóru þeir þrisvar sinnum. Vísir sendi í byrjun vikunnar öllum borgarfulltrúum í Reykjavík fyrirspurn þar sem spurt var hversu oft Orkuveitan hefði boðið viðkomandi í veiði í sumar og hversu oft viðkomandi hefði þegið boðið. Ellefu borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurninni en fjórir svöruðu ekki tölvupóstinum þrátt fyrir ítrekun. Í þeim hópi voru Hanna Birna Kristjándóttir borgarstjóri, Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, Gísli Marteinn Baldursson, varaforseti borgarstjórnar, og Kjartan Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Sitjandi borgarstjóri opnar Elliðaárnar árlega í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur. Þá er einnig hefð fyrir því að öllum borgarfulltrúum standi til boða að veiða í ánni í boði Orkuveitunnar en þeir fá þó misjafnlega mörg boð. Einnig er sitjandi borgarstjóra og forverum hans á stóli borgarstjóra boðið að veiða í ánni á sérstökum borgarstjóradegi. Ólíkur fjöldi boða til borgarfullrúa skýrist af því hvort þeir sitji einnig í borgarráði og stjórn Orkuveitunnar, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingarfulltrúa fyrirtækisins. Átta daga í sumar bauð Orkuveitan borgarfulltrúum, fyrrum borgarstjórum, fulltrúum eigenda, stjórnendum fyrirtækisins og viðskiptavinum í veiði í Elliðaárnar. Boðsgestum Orkuveitunnar stendur oftar en ekki til boða leiðsögn reyndra veiðimanna og ósjaldan er boðið upp á veitingar í tengslum við veiðina. Samkvæmt Eiríki er gestum oftar boðið upp á veitingar í veiðihúsi Stangveiðifélags Reykjavíkur en húsnæði Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Eftirfarandi borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurn Vísis: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem fyrrverandi borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Ólafur F. Magnússon. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Dagur B. Eggertsson. Fór í einn og hálfan dag sem fyrrverandi borgarstjóri og vegna setu í borgarráði. Sigrún Elsa Smáradóttir. Fór tvisvar í hálfan dag sem borgarfulltrúi og vegna setu í stjórn OR. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fór í hálfan dag sem borgarfulltrúi. Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Frímannsdóttir, Oddný Sturludóttir, Svandís Svavarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson þáðu ekki boð Orkuveitunnar um veiði í Elliðaánum. Júlíus, Svandís og Þorleifur tóku að auki fram að þau hefðu aldrei þegið boð um veiði í ánni. Ólafur tekur fram að vegna starfa sinna sem borgarstjóri hafi honum í sumar verið boðið oftar en undanfarin ár að veiða í Elliðaám. Hann óskaði eftir að koma því á framfæri að hann hafi ekki þegið boð Orkuveitunnar síðastliðin tvö ár. Ólafur segir að ekki sé um nein óeðlileg hagsmunatengsl að ræða þar sem Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Hefði svo verið hefði hann ekki þegið umrædd boð. Þvert á móti segist Ólafur hafa barist gegn sjálftöku og spillingu innan borgarinnar. - Eftir að fréttin birtist hafði ritari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur samband við Vísi og sagði að Hanna Birna hefur aldrei þegið boð um veiði í Elliðaám.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira