Innlent

Fjölmenni í Laufskálarétt í gær

Fjölmenni var í Laufskálarétt í Skagafirði í gær og margir glæstir fákar. Atgangurinn var mikill þegar hestarnir komu í réttina og þurftu menn að hafa sig alla við að ráða við fjöruga fákana.

Að sögn lögreglunnar fór allt saman vel fram og mikið fjör. Í gærkvöldi var síðan réttarall að Svaðastöðum þar sem fjölmenni var einnig mikið. Að sögn lögreglu kom ekkert stórt upp á, en sitt lítið af hverju eins og ölvunar- og fíkniefnaakstur og missætti milli manna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×