Innlent

Björk er nýsköpunarverkefni í anda finnsku leiðarinnar

Söngkonan Björk er nýsköpunarverkefni í anda finnsku leiðarinnar að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í viðtali við Stefán í Silfri Egils þar sem hann útskýrði hvernig Finnar unnu sig út úr mikilli kreppu í upphafi tíunda áratugarins á síðustu öld.

Kreppan kom í kjölfar bankahruns eins og á Íslandi og þess að Sovétríkin sálugu dóu drottni sínum. Afleiðingarnar fyrir finnsku þjóðina urðu m.a. að hagvöxtur drógt saman um 10% og atvinnuleysið fór í 18%.

Í Silfri Egils nefndi Stefán þrjú höfuðatriðin í því hvernig Finnar leystu sín vandamál. Í fyrsta lagi sóttu þeir um aðilda að Evrópusambandinu og þeir gerðu það árið 1992 í miðri kreppu sinni.

Í öðru lagi var velferðarkerfið notað til að milda áhrif kreppunnar á almenning og ríkissjóður landsins var mikið skuldsettur tímabundið til að svo mætti vera.

Í þriðja lagi var sett á fót ný atvinnustefna með nýsköpun og þekkingarbúskap að leiðarljósi þar sem hlúð var að sprotafyrirtækjum. Nefnir Stefán í þessu sambandi að í kringum alla háskóla landsins voru sett upp þekkingarþorp og skilaði slíkt gríðarlegum árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×