Ólafur F: Óskar var áfjáður í samstarf með sjálfstæðismönnum Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 15. ágúst 2008 23:18 „Ég tel það verstu samsetningu á meirihluta í Reykjavík, samsetning Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og því íhugaði ég að segja af mér til að komast hjá því stórslysi. Óskar sýndi hins vegar engan áhuga á að vinna með Tjarnarkvartettnum, heldur var mjög ákveðinn og áfjáður í að vinna með sjálfstæðismönnum. " Þetta sagði Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri í viðtali við Vísi í kvöld. Ólafur segir að þess vegna hafi aldrei reynt á það að hann segði af sér sem borgarstjóri til þess að koma Tjarnkvartettnum að í borginni. Því séu ásakanir Óskars Bergssonar um klækjapólitík Samfylkingar og Vinstri grænna úr lausi lofti gripnar. Fyrr í kvöld sagði Óskar við Vísi að fulltrúar úr Tjarnarkvartettnum hafi stillt honum upp við vegg og sagt að hann yrði að fullvísa Ólaf um að hann myndi ekki fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk. Annars myndi Ólafur ekki segja af sér sem borgarstjóri, og þess vegna ekki hleypa Margréti Sverrisdóttur aftur að, svo Tjarnarkvartettinn gæti aftur tekið við stjórnataumunum í borginni. Bakland Sjálfstæðisflokksins ákvað meirihlutaslitin fyrir nokkru Ólafur fullyrðir að hann sjálfur hafi aldrei farið í neinar þreifingar um nýjan meirihluta. Hann hafi alltaf viljað halda samstarfi áfram við Sjálfstæðisflokkinn en það hafi endað þegar Hanna Birna tjáði honum það símleiðis í gærdag. Hann telur hins vegar að löngu áður en það kom fram í fjölmiðlum hafi bakland Sjálfstæðisflokksins ákveðið að slíta samstarfinu og fá Framsókn til liðs við sig. Þeirri ákvörðun hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins einfaldlega þurft að hlíta. „Og það finnst mér afleitt. Því við, sem kjörnir fulltrúar, erum með umboð frá kjósendum í Reykjavík en ekki flokkum," segir Ólafur. Tengdar fréttir Ólafur F: Málefnasamningur var agn til að sprengja Tjarnarkvartettinn Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir sjálfstæðismenn hafa svikið sig og að málefnasamningur milli hans og þeirra hafi verið settur sem agn til að hann myndi sprengja Tjarnarkvartettinn. Bakland Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að slíta samstarfinu. 15. ágúst 2008 18:37 Tjarnarkvartettinn stillti Óskari upp við vegg Óskar Bergsson hefði ekki getað hafið meirihlutasamtarf við Tjarnarkvartettinn skilyrðislaust. Fyrst hefði hann þurft að hringja í Ólaf F. Magnússon, þáverandi borgarstjóra, og tjá honum að hann myndi ekki ganga til samtarfs við sjálfstæðismenn. Þá og aðeins þá, hefði Ólafur F. sagt af sér og nýr Tjarnarkvartett orðið að veruleika, enda hefði lítið annað verið hægt í stöðunni. Þetta fullyrðir Óskar Bergsson í samtali við Vísi. 15. ágúst 2008 17:35 Ólafur ætlaði aldrei að hætta Jakob Frímann Magnússon, helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar í borgarmálum, sagði við blaðamenn niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að allar fullyrðingar um að Ólafur hafi ætlað að segja af sér sem borgarfulltrúi og koma Margréti Sverrisdóttur að og þannig endurvekja Tjarnarkvartettinn, séu rangar. 14. ágúst 2008 17:02 Kjartan: Vonbrigði að samstarfið við Ólaf hafi ekki gengið Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það ákveðin vonbrigði að ekki hefði verið hægt að halda samstarfinu við Ólaf F Magnússon áfram. Ólafur sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að hann hefði verið blekktur til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Kjartan segir það ekki rétt. 15. ágúst 2008 16:02 Árni Þór ræddi við Ólaf um að víkja Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum borgarfulltrúi, sagði við fjölmiðlamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að hann hefði rætt við Ólaf F. Magnússon í morgun. Í þeim samtölum hafi komið fram að Ólafur hafi verið tilbúinn til þess að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur til þess að koma Tjarnarkvartetinum að. 14. ágúst 2008 21:58 Óskar tók sjálfstæðismenn fram yfir Tjarnarkvartettinn Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna. 14. ágúst 2008 14:49 Ólafur: Ég var blekktur til samstarfs Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blekkt sig til samstarfs. Hannhyggst sitja áfram sem borgarfulltrúi í minnihluta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem barst fyrir stundu. 15. ágúst 2008 11:35 Telur Óskar hafa svikið samkomulag minnihluta Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur að Óskar Bergsso-n, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi svikið það samkomulag minnihlutans í borginni að taka ekki þátt í þeim vinnubrögðum sem sjálfstæðismenn viðhafi. 14. ágúst 2008 21:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég tel það verstu samsetningu á meirihluta í Reykjavík, samsetning Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og því íhugaði ég að segja af mér til að komast hjá því stórslysi. Óskar sýndi hins vegar engan áhuga á að vinna með Tjarnarkvartettnum, heldur var mjög ákveðinn og áfjáður í að vinna með sjálfstæðismönnum. " Þetta sagði Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri í viðtali við Vísi í kvöld. Ólafur segir að þess vegna hafi aldrei reynt á það að hann segði af sér sem borgarstjóri til þess að koma Tjarnkvartettnum að í borginni. Því séu ásakanir Óskars Bergssonar um klækjapólitík Samfylkingar og Vinstri grænna úr lausi lofti gripnar. Fyrr í kvöld sagði Óskar við Vísi að fulltrúar úr Tjarnarkvartettnum hafi stillt honum upp við vegg og sagt að hann yrði að fullvísa Ólaf um að hann myndi ekki fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk. Annars myndi Ólafur ekki segja af sér sem borgarstjóri, og þess vegna ekki hleypa Margréti Sverrisdóttur aftur að, svo Tjarnarkvartettinn gæti aftur tekið við stjórnataumunum í borginni. Bakland Sjálfstæðisflokksins ákvað meirihlutaslitin fyrir nokkru Ólafur fullyrðir að hann sjálfur hafi aldrei farið í neinar þreifingar um nýjan meirihluta. Hann hafi alltaf viljað halda samstarfi áfram við Sjálfstæðisflokkinn en það hafi endað þegar Hanna Birna tjáði honum það símleiðis í gærdag. Hann telur hins vegar að löngu áður en það kom fram í fjölmiðlum hafi bakland Sjálfstæðisflokksins ákveðið að slíta samstarfinu og fá Framsókn til liðs við sig. Þeirri ákvörðun hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins einfaldlega þurft að hlíta. „Og það finnst mér afleitt. Því við, sem kjörnir fulltrúar, erum með umboð frá kjósendum í Reykjavík en ekki flokkum," segir Ólafur.
Tengdar fréttir Ólafur F: Málefnasamningur var agn til að sprengja Tjarnarkvartettinn Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir sjálfstæðismenn hafa svikið sig og að málefnasamningur milli hans og þeirra hafi verið settur sem agn til að hann myndi sprengja Tjarnarkvartettinn. Bakland Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að slíta samstarfinu. 15. ágúst 2008 18:37 Tjarnarkvartettinn stillti Óskari upp við vegg Óskar Bergsson hefði ekki getað hafið meirihlutasamtarf við Tjarnarkvartettinn skilyrðislaust. Fyrst hefði hann þurft að hringja í Ólaf F. Magnússon, þáverandi borgarstjóra, og tjá honum að hann myndi ekki ganga til samtarfs við sjálfstæðismenn. Þá og aðeins þá, hefði Ólafur F. sagt af sér og nýr Tjarnarkvartett orðið að veruleika, enda hefði lítið annað verið hægt í stöðunni. Þetta fullyrðir Óskar Bergsson í samtali við Vísi. 15. ágúst 2008 17:35 Ólafur ætlaði aldrei að hætta Jakob Frímann Magnússon, helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar í borgarmálum, sagði við blaðamenn niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að allar fullyrðingar um að Ólafur hafi ætlað að segja af sér sem borgarfulltrúi og koma Margréti Sverrisdóttur að og þannig endurvekja Tjarnarkvartettinn, séu rangar. 14. ágúst 2008 17:02 Kjartan: Vonbrigði að samstarfið við Ólaf hafi ekki gengið Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það ákveðin vonbrigði að ekki hefði verið hægt að halda samstarfinu við Ólaf F Magnússon áfram. Ólafur sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að hann hefði verið blekktur til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Kjartan segir það ekki rétt. 15. ágúst 2008 16:02 Árni Þór ræddi við Ólaf um að víkja Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum borgarfulltrúi, sagði við fjölmiðlamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að hann hefði rætt við Ólaf F. Magnússon í morgun. Í þeim samtölum hafi komið fram að Ólafur hafi verið tilbúinn til þess að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur til þess að koma Tjarnarkvartetinum að. 14. ágúst 2008 21:58 Óskar tók sjálfstæðismenn fram yfir Tjarnarkvartettinn Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna. 14. ágúst 2008 14:49 Ólafur: Ég var blekktur til samstarfs Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blekkt sig til samstarfs. Hannhyggst sitja áfram sem borgarfulltrúi í minnihluta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem barst fyrir stundu. 15. ágúst 2008 11:35 Telur Óskar hafa svikið samkomulag minnihluta Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur að Óskar Bergsso-n, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi svikið það samkomulag minnihlutans í borginni að taka ekki þátt í þeim vinnubrögðum sem sjálfstæðismenn viðhafi. 14. ágúst 2008 21:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ólafur F: Málefnasamningur var agn til að sprengja Tjarnarkvartettinn Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir sjálfstæðismenn hafa svikið sig og að málefnasamningur milli hans og þeirra hafi verið settur sem agn til að hann myndi sprengja Tjarnarkvartettinn. Bakland Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að slíta samstarfinu. 15. ágúst 2008 18:37
Tjarnarkvartettinn stillti Óskari upp við vegg Óskar Bergsson hefði ekki getað hafið meirihlutasamtarf við Tjarnarkvartettinn skilyrðislaust. Fyrst hefði hann þurft að hringja í Ólaf F. Magnússon, þáverandi borgarstjóra, og tjá honum að hann myndi ekki ganga til samtarfs við sjálfstæðismenn. Þá og aðeins þá, hefði Ólafur F. sagt af sér og nýr Tjarnarkvartett orðið að veruleika, enda hefði lítið annað verið hægt í stöðunni. Þetta fullyrðir Óskar Bergsson í samtali við Vísi. 15. ágúst 2008 17:35
Ólafur ætlaði aldrei að hætta Jakob Frímann Magnússon, helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar í borgarmálum, sagði við blaðamenn niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að allar fullyrðingar um að Ólafur hafi ætlað að segja af sér sem borgarfulltrúi og koma Margréti Sverrisdóttur að og þannig endurvekja Tjarnarkvartettinn, séu rangar. 14. ágúst 2008 17:02
Kjartan: Vonbrigði að samstarfið við Ólaf hafi ekki gengið Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það ákveðin vonbrigði að ekki hefði verið hægt að halda samstarfinu við Ólaf F Magnússon áfram. Ólafur sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að hann hefði verið blekktur til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Kjartan segir það ekki rétt. 15. ágúst 2008 16:02
Árni Þór ræddi við Ólaf um að víkja Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum borgarfulltrúi, sagði við fjölmiðlamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að hann hefði rætt við Ólaf F. Magnússon í morgun. Í þeim samtölum hafi komið fram að Ólafur hafi verið tilbúinn til þess að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur til þess að koma Tjarnarkvartetinum að. 14. ágúst 2008 21:58
Óskar tók sjálfstæðismenn fram yfir Tjarnarkvartettinn Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna. 14. ágúst 2008 14:49
Ólafur: Ég var blekktur til samstarfs Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blekkt sig til samstarfs. Hannhyggst sitja áfram sem borgarfulltrúi í minnihluta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem barst fyrir stundu. 15. ágúst 2008 11:35
Telur Óskar hafa svikið samkomulag minnihluta Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur að Óskar Bergsso-n, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi svikið það samkomulag minnihlutans í borginni að taka ekki þátt í þeim vinnubrögðum sem sjálfstæðismenn viðhafi. 14. ágúst 2008 21:52