Markmið West Ham að lækka launakostnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2008 10:00 Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður West Ham. Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir í samtali við Vísi að það sé markmið félagisns að minnka hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum félagsins. Fram kemur í ársskýrlu Deloitte um fjármál knattspyrnuheimsins að launakostnaður West Ham hafi aukist um tæpar þrettán milljónir punda á sama tíma og tekjur félagsins minnkuðu um tvær milljónir punda. West Ham kemur verst út í slíkum samanburði við önnur félög sem léku í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2006-7. „Það hefur verið fjallað um það oft í fjölmiðlum að það eru fyrst og fremst samningar sem voru gerðir á síðasta ári sem útskýra þetta. Um er að ræða samninga við menn eins og Lucas Neill, Scott Parker, Freddie Ljungberg og Matthew Upson." Hann vill þó ekkert segja um hvort að það hafi borgað sig. „Ég get ekki metið það til fulls enda eru þetta leikmenn sem eiga eftir að leika hjá okkur í 6-8 ár. Þetta var talið eðlilegt á sínum tíma en samningarnir voru gerðir á verðbólgutíma er varðar laun leikmanna í ensku deildinni. Ég held að það sé aðeins að ganga til baka núna. En markmiðið var að styrkja liðið og það tókst enda vorum við aldrei í fallbaráttu á síðasta tímabili og liðið endaði í tíunda sæti deildarinnar sem eru viðunandi. Þar að auki eru allir þessir leikmenn í framtíðaráætlunum félagsins." „Stefnan er þó sú að lækka hlutfall launa af heildarútgjöldum félagsins. Það gerist fyrst og fremst á leikmannamarkaðnum í sumar og þar hefur ekkert átt sér stað til þessa." Eggert Magnússon var stjórnarformaður West Ham þegar að áðurnefndir samningar voru gerðir. Hann hætti í því starfi í desember síðastliðnum og Björgólfur Guðmundsson tók við stjórnarformennsku. Hann keypti einnig hlut Eggerts í félaginu og varð um leið eini eigandi félagsins. „Eggert hafði umboð til að gera þessa samninga en ég get engu til svarað um annað er hann varðar. Þegar Björgólfur tók yfir allt félagið var hluti að því að hann sjálfur yrði stjórnarformaður." Ásgeir segir að minnkun tekna félagsins eigi sér eðlilegar útskýringar. „Það eru tiltölulega stöðugar tekjur í fótboltanum. Um er að ræða fyrst og fremst tekjur af beinum útsendingum í sjónvarpi og ársmiðasölu. Einn viðbótarleikur í sjónvarpi getur fært félaginu 400-500 þúsund pund í tekjur. Árið á undan komst West Ham alla leið í úrslit bikarkeppninnar sem færði félaginu fleiri sjónvarpsleiki og þar með meiri tekjur. Það eru þessar sveiflur sem hafa fyrst og fremst áhrif á tekjurnar." „En þetta er mjög stöðugur og traustur rekstur. Menn þurfa að fara gætilega í það að efla og styrkja liðið og ná þar með betri árangri og fleiri sjónvarpsleikjum. Það gerist fyrst og fremst með hægri og öruggri uppbyggingu." Tengdar fréttir Aukinn launakostnaður þungur baggi á West Ham Þó svo að tekjur West Ham hafi minnkað um nærri tvær milljónir punda á milli ára jókst launakostnaður félagsins um tæpar þrettán milljónir. 20. júní 2008 09:00 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir í samtali við Vísi að það sé markmið félagisns að minnka hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum félagsins. Fram kemur í ársskýrlu Deloitte um fjármál knattspyrnuheimsins að launakostnaður West Ham hafi aukist um tæpar þrettán milljónir punda á sama tíma og tekjur félagsins minnkuðu um tvær milljónir punda. West Ham kemur verst út í slíkum samanburði við önnur félög sem léku í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2006-7. „Það hefur verið fjallað um það oft í fjölmiðlum að það eru fyrst og fremst samningar sem voru gerðir á síðasta ári sem útskýra þetta. Um er að ræða samninga við menn eins og Lucas Neill, Scott Parker, Freddie Ljungberg og Matthew Upson." Hann vill þó ekkert segja um hvort að það hafi borgað sig. „Ég get ekki metið það til fulls enda eru þetta leikmenn sem eiga eftir að leika hjá okkur í 6-8 ár. Þetta var talið eðlilegt á sínum tíma en samningarnir voru gerðir á verðbólgutíma er varðar laun leikmanna í ensku deildinni. Ég held að það sé aðeins að ganga til baka núna. En markmiðið var að styrkja liðið og það tókst enda vorum við aldrei í fallbaráttu á síðasta tímabili og liðið endaði í tíunda sæti deildarinnar sem eru viðunandi. Þar að auki eru allir þessir leikmenn í framtíðaráætlunum félagsins." „Stefnan er þó sú að lækka hlutfall launa af heildarútgjöldum félagsins. Það gerist fyrst og fremst á leikmannamarkaðnum í sumar og þar hefur ekkert átt sér stað til þessa." Eggert Magnússon var stjórnarformaður West Ham þegar að áðurnefndir samningar voru gerðir. Hann hætti í því starfi í desember síðastliðnum og Björgólfur Guðmundsson tók við stjórnarformennsku. Hann keypti einnig hlut Eggerts í félaginu og varð um leið eini eigandi félagsins. „Eggert hafði umboð til að gera þessa samninga en ég get engu til svarað um annað er hann varðar. Þegar Björgólfur tók yfir allt félagið var hluti að því að hann sjálfur yrði stjórnarformaður." Ásgeir segir að minnkun tekna félagsins eigi sér eðlilegar útskýringar. „Það eru tiltölulega stöðugar tekjur í fótboltanum. Um er að ræða fyrst og fremst tekjur af beinum útsendingum í sjónvarpi og ársmiðasölu. Einn viðbótarleikur í sjónvarpi getur fært félaginu 400-500 þúsund pund í tekjur. Árið á undan komst West Ham alla leið í úrslit bikarkeppninnar sem færði félaginu fleiri sjónvarpsleiki og þar með meiri tekjur. Það eru þessar sveiflur sem hafa fyrst og fremst áhrif á tekjurnar." „En þetta er mjög stöðugur og traustur rekstur. Menn þurfa að fara gætilega í það að efla og styrkja liðið og ná þar með betri árangri og fleiri sjónvarpsleikjum. Það gerist fyrst og fremst með hægri og öruggri uppbyggingu."
Tengdar fréttir Aukinn launakostnaður þungur baggi á West Ham Þó svo að tekjur West Ham hafi minnkað um nærri tvær milljónir punda á milli ára jókst launakostnaður félagsins um tæpar þrettán milljónir. 20. júní 2008 09:00 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Aukinn launakostnaður þungur baggi á West Ham Þó svo að tekjur West Ham hafi minnkað um nærri tvær milljónir punda á milli ára jókst launakostnaður félagsins um tæpar þrettán milljónir. 20. júní 2008 09:00