Markmið West Ham að lækka launakostnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2008 10:00 Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður West Ham. Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir í samtali við Vísi að það sé markmið félagisns að minnka hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum félagsins. Fram kemur í ársskýrlu Deloitte um fjármál knattspyrnuheimsins að launakostnaður West Ham hafi aukist um tæpar þrettán milljónir punda á sama tíma og tekjur félagsins minnkuðu um tvær milljónir punda. West Ham kemur verst út í slíkum samanburði við önnur félög sem léku í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2006-7. „Það hefur verið fjallað um það oft í fjölmiðlum að það eru fyrst og fremst samningar sem voru gerðir á síðasta ári sem útskýra þetta. Um er að ræða samninga við menn eins og Lucas Neill, Scott Parker, Freddie Ljungberg og Matthew Upson." Hann vill þó ekkert segja um hvort að það hafi borgað sig. „Ég get ekki metið það til fulls enda eru þetta leikmenn sem eiga eftir að leika hjá okkur í 6-8 ár. Þetta var talið eðlilegt á sínum tíma en samningarnir voru gerðir á verðbólgutíma er varðar laun leikmanna í ensku deildinni. Ég held að það sé aðeins að ganga til baka núna. En markmiðið var að styrkja liðið og það tókst enda vorum við aldrei í fallbaráttu á síðasta tímabili og liðið endaði í tíunda sæti deildarinnar sem eru viðunandi. Þar að auki eru allir þessir leikmenn í framtíðaráætlunum félagsins." „Stefnan er þó sú að lækka hlutfall launa af heildarútgjöldum félagsins. Það gerist fyrst og fremst á leikmannamarkaðnum í sumar og þar hefur ekkert átt sér stað til þessa." Eggert Magnússon var stjórnarformaður West Ham þegar að áðurnefndir samningar voru gerðir. Hann hætti í því starfi í desember síðastliðnum og Björgólfur Guðmundsson tók við stjórnarformennsku. Hann keypti einnig hlut Eggerts í félaginu og varð um leið eini eigandi félagsins. „Eggert hafði umboð til að gera þessa samninga en ég get engu til svarað um annað er hann varðar. Þegar Björgólfur tók yfir allt félagið var hluti að því að hann sjálfur yrði stjórnarformaður." Ásgeir segir að minnkun tekna félagsins eigi sér eðlilegar útskýringar. „Það eru tiltölulega stöðugar tekjur í fótboltanum. Um er að ræða fyrst og fremst tekjur af beinum útsendingum í sjónvarpi og ársmiðasölu. Einn viðbótarleikur í sjónvarpi getur fært félaginu 400-500 þúsund pund í tekjur. Árið á undan komst West Ham alla leið í úrslit bikarkeppninnar sem færði félaginu fleiri sjónvarpsleiki og þar með meiri tekjur. Það eru þessar sveiflur sem hafa fyrst og fremst áhrif á tekjurnar." „En þetta er mjög stöðugur og traustur rekstur. Menn þurfa að fara gætilega í það að efla og styrkja liðið og ná þar með betri árangri og fleiri sjónvarpsleikjum. Það gerist fyrst og fremst með hægri og öruggri uppbyggingu." Tengdar fréttir Aukinn launakostnaður þungur baggi á West Ham Þó svo að tekjur West Ham hafi minnkað um nærri tvær milljónir punda á milli ára jókst launakostnaður félagsins um tæpar þrettán milljónir. 20. júní 2008 09:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir í samtali við Vísi að það sé markmið félagisns að minnka hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum félagsins. Fram kemur í ársskýrlu Deloitte um fjármál knattspyrnuheimsins að launakostnaður West Ham hafi aukist um tæpar þrettán milljónir punda á sama tíma og tekjur félagsins minnkuðu um tvær milljónir punda. West Ham kemur verst út í slíkum samanburði við önnur félög sem léku í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2006-7. „Það hefur verið fjallað um það oft í fjölmiðlum að það eru fyrst og fremst samningar sem voru gerðir á síðasta ári sem útskýra þetta. Um er að ræða samninga við menn eins og Lucas Neill, Scott Parker, Freddie Ljungberg og Matthew Upson." Hann vill þó ekkert segja um hvort að það hafi borgað sig. „Ég get ekki metið það til fulls enda eru þetta leikmenn sem eiga eftir að leika hjá okkur í 6-8 ár. Þetta var talið eðlilegt á sínum tíma en samningarnir voru gerðir á verðbólgutíma er varðar laun leikmanna í ensku deildinni. Ég held að það sé aðeins að ganga til baka núna. En markmiðið var að styrkja liðið og það tókst enda vorum við aldrei í fallbaráttu á síðasta tímabili og liðið endaði í tíunda sæti deildarinnar sem eru viðunandi. Þar að auki eru allir þessir leikmenn í framtíðaráætlunum félagsins." „Stefnan er þó sú að lækka hlutfall launa af heildarútgjöldum félagsins. Það gerist fyrst og fremst á leikmannamarkaðnum í sumar og þar hefur ekkert átt sér stað til þessa." Eggert Magnússon var stjórnarformaður West Ham þegar að áðurnefndir samningar voru gerðir. Hann hætti í því starfi í desember síðastliðnum og Björgólfur Guðmundsson tók við stjórnarformennsku. Hann keypti einnig hlut Eggerts í félaginu og varð um leið eini eigandi félagsins. „Eggert hafði umboð til að gera þessa samninga en ég get engu til svarað um annað er hann varðar. Þegar Björgólfur tók yfir allt félagið var hluti að því að hann sjálfur yrði stjórnarformaður." Ásgeir segir að minnkun tekna félagsins eigi sér eðlilegar útskýringar. „Það eru tiltölulega stöðugar tekjur í fótboltanum. Um er að ræða fyrst og fremst tekjur af beinum útsendingum í sjónvarpi og ársmiðasölu. Einn viðbótarleikur í sjónvarpi getur fært félaginu 400-500 þúsund pund í tekjur. Árið á undan komst West Ham alla leið í úrslit bikarkeppninnar sem færði félaginu fleiri sjónvarpsleiki og þar með meiri tekjur. Það eru þessar sveiflur sem hafa fyrst og fremst áhrif á tekjurnar." „En þetta er mjög stöðugur og traustur rekstur. Menn þurfa að fara gætilega í það að efla og styrkja liðið og ná þar með betri árangri og fleiri sjónvarpsleikjum. Það gerist fyrst og fremst með hægri og öruggri uppbyggingu."
Tengdar fréttir Aukinn launakostnaður þungur baggi á West Ham Þó svo að tekjur West Ham hafi minnkað um nærri tvær milljónir punda á milli ára jókst launakostnaður félagsins um tæpar þrettán milljónir. 20. júní 2008 09:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Aukinn launakostnaður þungur baggi á West Ham Þó svo að tekjur West Ham hafi minnkað um nærri tvær milljónir punda á milli ára jókst launakostnaður félagsins um tæpar þrettán milljónir. 20. júní 2008 09:00