Það er víðar en á Íslands sem afreksmönnum á Ólympíuleikunum er fagnað með pompi og prakt.
Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey hélt veislu fyrir hátt í tvö hundruð Ólympíuverðlaunahafa á miðvikudag. Reuters fréttastofan segir að veislan hafi verið til að fagna Ólympíuafrekunum en jafnframt til að þrýsta á að Ólympíuleikarnir 2016 verði haldnir í Ameríku.
Um 4000 manns voru komnir til að fagna með Opruh og Ólympíuförunum. Oprah er, eins og kunnugt er, einn frægasti spjallþáttastjórnandi í heimi. Sjónvarpsþáttur hennar er sýndur í 140 löndum víðs vegar um heim og er talið að um 46 milljónir manna horfi á þáttinn.
Oprah hélt veislu til heiðurs amerískum Ólympíuförum
